Óendanleg
öll lífsins áhrif
Margir niðr'í miðbæ
meðan tunglið skín.
Furðulegt fólk
ferðast í hringi
en það er alltaf einhver
sem er að leit'að þér.
Eins og hljómar undarlega það
alheimurinn er í hjartastað.
Af því að mig langar til ég lít
langt út í geiminn.
Ég sé aðeins stjörnur hér í nótt
stjörnur sem að fljúg'í kringum mig
óteljandi margar þar og hér.
Ástæðulaus
árás í myrkri
tíminn langar leiðir
líður stefnulaus.
Blóðrauður bær,
berjablá augu.
Ég fer með hálfum huga
að halda aftur heim.
Þett'er aðeins upplifunin mín
eflaust er hún allt önnur en þín.
Öðru sinni lamaður ég lít
langt út í geiminn.
Ég sé aðeins stjörnur hér í nótt
sé stjörnur sem að fljúg'í kringum mig
óteljandi margar þar og hér.
Ég sé aðeins stjörnur hér í nótt
sé stjörnurnar að hrap'í kringum mig.
Óteljandi óskir handa mér
Sé stjörnurnar í kringum mig
þær eru margar þar og hér
stjörnur hrap'í kringum mig
Minnimáttar og meiriháttar menn
saman í frelsisher.
Sitja beygðir og bregða sverðunum
og bera eld að þér.
Vaða elginn en undir niðri þó
aðeins þeir óska sér
Allt eða ekkert
allt eða ekkert
allt eða ekkert
allt eða ekki neitt
Sjálfumglaðir og sameinaðir en
sundraðir ótt og títt
Þykjast vita hver veruleikinn er
en vita þó svo lítt
Allt er stimplað og flokkað fyrirfram
svart eða skjannahvítt
Allt eða ekkert
allt eða ekkert
allt eða ekkert
allt eða ekki neitt
----
Allt eða ekkert
allt eða ekkert
allt eða ekkert
allt eða ekki neitt
Allt eða ekkert
allt eða ekkert
allt eða ekkert
allt eða ekki neitt
Það er ekki nóg að hafa sannanir, staðreyndir
þó þú þykist vita um hvað málið snýst, fyrir víst.
Það er allt á huldu hér og í raun og veru er
ekkert svar að fá nema þetta hér:
Ég er bara ég
þú ert bara þú
ég er bara mynd.
Ég er spegilmynd af þér
ég veit ekki hver ég er
hver er orginal?
Ég er spegilmynd af þér
ég veit ekki hver ég er
hver er orginal?
Ég get ekki fundið neina ástæðu, útskýringu.
Kannski eru þetta bara ofsjónir, vísindi.
Þú skalt ekki trúa mér, það má rækta hvað sem er
nýjan líkama, þúsund manna her.
Ég er bara ég,
þú ert bara þú,
ég er bara mynd.
Ég er spegilmynd af þér
ég veit ekki hver ég er
hver er orginal?
Ég er spegilmynd af þér
ég veit ekki hver ég er
hver er orginal?
Mynd af þér -ég er
alveg orginal.
Ég er spegilmynd af þér
ég veit ekki hver ég er
hver er orginal?
Ég er spegilmynd af þér
ég veit ekki hver ég er
hver er orginal?
Ég veit ekki hver ég er
ég er spegilmynd af þér
alveg orginal
alveg orginal
alveg orginal
ég veit ekki hver ég er
er ég orginal?
Svartir fingur við flygilinn
fannhvít klæðin, söngvarinn
hefur fólkið í hendi sér
horfir yfir salinn
og samtímis í augu mér
Hann segir:
"Feður, mæður, stokkum spil,
systur, bræður, við megum til.
Bugumst ei, hvergi hvika má,
það er brýnt að átta sig á því hvað hér gengur á.
Það þarf að snúa við blaðinu og dæminu.
Það þarf að taka til hendinni af alefli"
hann ítrekar, "það þarf að söðla um,
það þarf að byrj'upp á nýtt"
Handan mæra er maðurinn
fleir'og annað er líkaminn.
Og hann mælir og meinar það
"Mjög er brýnt að átta sig á því hvað hér amar að.
En sennilega erum við ennþá stödd á sama stað.
Það þarf að snúa við blaðinu og dæminu
það þarf að taka til hendinni af alefli"
hann ítrekar, "það þarf að söðla um
það þarf að byrj'upp á nýtt
Það þarf að snúa við blaðinu og dæminu
Það þarf að taka til hendinni af alefli.
Við skulum breyta og brúa bil, við megum til.
Við skulum útrýma afbrýði með ástinni
Ég árétta, við skulum söðla um,
það þarf að byrj'upp á nýtt.
Það þarf að söðla um, eflast í andanum,
við skulum byrj'upp á nýtt"