Nýdönsk
"Freistingar"

Í öndvegi hefur skipað sér
af sjálfsdáðum.
Frá örófi meðan mannkyn svaf
í aldanna rás.
Í álögum ávaxtatré;
forboðin nautn er afleiðing
af áfergju, hégómagirnd
- nokkrar höfuðsyndir
Þú stelur öllu - þér er sama.
Þú girnist allt - sem aðrir eiga.
Þú fjötrar aðra - öðlast frama,
þú spýtir eitri - vilt aðra feiga
Sama hver þú ert, sama hvað þú ert,
sama hvað er gert
Fjöldi freistinga, fjöldi kræsinga,
fjöldi refsinga.
Í öndvegi hafa skipað sér
af sjálfsdáðum.
Frá örófi meðan mannkyn svaf
í aldanna rás.
Í álögum ávaxtatré;
forboðin nautn er afleiðing
af áfergju, hégómagirnd
- nokkrar höfuðsyndir
Þú stelur öllu - þér er sama
Þú girnist allt - sem aðrir eiga
Þú fjötrar aðra - öðlast frama
þú spýtir eitri - vilt aðra feiga
Sama hver þú ert, sama hvað þú ert, sama hvað er gert.
Fjöldi freistinga, fjöldi kræsinga, fjöldi refsinga.