Á Móti Sól
"Fram á nótt"
lag/texti: Björn Jörundur Friðbjörnsson
Börn og aðrir minna þroskaðir menn
fóru að gramsa í mínum einkamálum
þegar ég var óharðnaður enn
og átti erfitt með að miðla málum
þú varðst að ganga rekinn í kút
til þess að verða ei fyrir aðkasti mannanna
þó að þú litir alls ekki út fyrir að lifa
eftir lögum þess bannaða.
Hvernig kemst ég inn þegar allt er orðið hljótt
fá að vera með um sinn að djamma fram á nótt
Hvernig kemst ég inn þegar allt er orðið hljótt
fá að vera með um sinn að djamma
Mitt vandamál er á andlega sviðinu
hugsanirnar heimskar sem gínur á húsþökum
þú ættir að sjá andlitið á liðinu
er það sér úr þessu vandræði við bökum,
Þú varðst að ganga rekinn í kút
til þess að verða ei fyrir aðkasti mannanna
þó að þú litir alls ekki út fyrir að lifa
eftir lögum þess bannaða
Hvernig kemst ég inn þegar allt er orðið hljótt
fá að vera með um sinn að djamma fram á nótt
Hvernig kemst ég inn þegar allt er orðið hljótt
fá að vera með um sinn að djamma